fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Henry Birgir hjólar í Arnar Þór – ,,Engan veginn nógu hæfur“

433
Mánudaginn 13. júní 2022 19:47

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Vísis telur Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ekki hæfann til þess að leiða uppbyggingu íslenska landsliðsins. Henry ræddi stöðuna í Reykjavík Síðdegis fyrr í dag.

Hann segir 1-0 sigur liðsins gegn San Marínó, liðinu í neðsta sæti heimslista FIFA hafa kynnt undir gagnrýnisröddum og skilað fleiri neikvæðum punktum fremur en jákvæðum.

Hann segist skilja að um erfitt verkefni sé að ræða að halda utan um taumana hjá íslenska liðinu. Kynslóðaskiptin í liðinu hafi komið hratt og mun hraðar en margir bjuggust við.

,,Það eru hér og þar ákveðin bataskref hjá liðinu en gengur illa á öðrum sviðum og stemmningin í kringum liðið lítil.“

Aðspurður að því hvort sætið væri orðið heitt undir Arnari Þór, hafði Henry Birgir þetta að segja:

,,Ég myndi segja það. Þetta veltur á stóru leiti á frammistöðu kvöldsins,“ sagði Henry Birgir og þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 á Laugardalsvelli og kominn hálfleikur. ,,Segjum að liðið eigi glansleik og komist vel frá þessu er Arnar að búa sér til ákveðið svigrúm.“

,,Verði leikurinn ekki gott framhald af því sem verið hefur munu óánægjuraddir með hans stöðu magnast og margir munu kalla eftir því að hann fari.“

Henry segir Arnar vera frambærilegan mann að mörgu leyti en að það megi spyrja sig hvort A-landsliðið sé uppeldisstöð fyrir þjálfara.

,,Ég segi nei. Við höfum prófað það áður með miður góðum árangri.“

Hann segir Ísland búa yfir rosalega efnilegum hóp af leikmönnum, hóp sem þurfi alvöru þjálfara. ,,Það þarf reynslumeiri þjálfara og miðað við það sem ég hef séð hingað til þá er ég á því að Arnar sé engan veginn nægilega hæfur til að leiða þessa vinnu til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“