fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Einkunnir úr jafntefli Íslands gegn Ísrael – Hákon Arnar og Arnór bestu menn Íslands

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 13. júní 2022 20:41

/ Valgarður Gíslason/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Ísrael mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum.

Ísland er í 2. sæti með þrjú stig og þarf sigur gegn Albaníu á útivelli í lokaumferðinni og treysta á að Ísraelar misstígi sig til þess að eiga möguleika á efsta sætinu.

Rúnar Alex Rúnarsson -6 

Var öruggur í sínum aðgerðum og vart hægt að saka hann um mörkin sem Ísland fékk á sig. Fínn leikur hjá Rúnari.

Alfons Sampsted – 5

Mér fannst Alfons byrja vel en átti síðan í vandræðum með vinstri kantara Ísraela. Hefði að sama skapi viljað fá meira presence frá honum í seinna jöfnunarmarki Ísraela þar sem leikmaður gestanna vann mikilvægt einvígi.

Daníel Leó Grétarsson – 6

Kemst nokkuð vel frá leiknum varnarlega og þá átti hann mikilvæga snertingu í fyrsta marki Íslands þar sem að hann fleytir innkasti Harðar á Jón Dag. Var óheppinn í fyrra marki Ísraela þegar að hann fékk boltann í sig og þaðan í markið.

Hörður Björgvin Magnússon – 7

Hörður Björgvin átti stórfínan leik í vörn Íslands. Löngu innköstin hans voru að valda Ísraelum vandræðum eins og sást best í fyrsta marki Íslands. Þá var hann öruggur í sínum varnaraðgerðum.

Davíð Kristján Ólafsson – 6,5

Var flottur bróðurhluta leiksins. Lendir í erfiðri stöðu í fyrra markinu þegar Ísraela ná yfirtölu á hann, hefði þurft aðstoð þar. Davíð hefur fengið stórt hlutverk í þessu verkefni og komist ágætlega frá því.

Birkir Bjarnason – 5

Tíðindalítill leikur hjá Birki sem var tekinn af velli á 78. mínútu.

Þórir Jóhann Helgason – 7

Var líflegur á miðjunni og gerði vel í markinu sem hann skoraði, hnitmiðað skot. Lagði á sig vinnuna og lét finna fyrir sér.

Hákon Arnar Haraldsson- 8

Maður skilur vel afhverju Hákon Arnar er valinn í A-landsliðið á þessum tímapunkti. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann yfir miklum gæðum að skipa og sýndi það í leiknum. Gríðarleg vinnusemi hjá þessum efnilega leikmanni sem á svo sannarlega heima í íslenska landsliðinu.

Arnór Sigurðsson – 8

Spilaði af sjálfstrausti og Arnór Sigurðsson fullur af sjálfstrausti er sjón sem við viljum sjá oftar. Var sífellt ógnandi og með góð hlaup. Á síðan stóran þátt í öðru marki Íslands þar sem barátta hans skapaði gott tækifæri fyrir Þóri Jóhann sem þakkaði pent fyrir sig.

Jón Dagur Þorsteinsson – 6,5

Á fyrsta markið hjá Íslendingum og föst leikatriði skapaðist hætta úr í fyrri hálfleik en annars höfum við séð þennan hæfileikaríka leikmann ferskari með íslenska landsliðinu.

Andri Lucas Guðjohnsen – 5 

Ágætis leikur hjá Andra Lucasi sem fékk úr litlu að moða,reyndi hvað hann gat. Var tekinn af velli á 60. mínútu.

Varamenn: 

Ísak Bergmann Jóhannesson

Kom með orku inn í íslenska liðið og lét finna fyrir sér á miðjunni.

Sveinn Aron Guðjohnsen

Kom inn fyrir bróður sinn á 60. mínútu en hafði lítil áhrif á leikinn.

Aðrir varamenn spiluðu of lítið til þess að geta fengið einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“