fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433

Vanda skorar á almenning að vera í jákvæða liðinu – ,,Skemmandi en ekki bætandi“

433
Laugardaginn 11. júní 2022 15:00

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í dag þar sem hún svarar neikvæðnri umræðu um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Íslenska karlaliðið hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarna mánuði og nú sérstaklega eftir leik gegn San Marínó.

San Marínó er slakasta landslið veraldar en Ísland vann vináttuleik við þjóðina með einu marki gegn engu.

Fyrrum landsliðsmenn hafa gagnrýnt frammistöðu liðsins og þar á meðal Kári Árnason sem hefur lagt skóna á hilluna.

„Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta. Þetta eiga að vera keppnismenn, það sem ég er að sjá af æfingum að þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir. Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm,“ sagði Kári á meðal annars eftir leikinn við San Marínó.

Vanda bendir á að íslenski hópurinn sé ungur og óttast að neikvæð umræða hafi alls ekki jákvæð áhrif á framhaldið.

Vanda segist jafnframt ætla að vera hluti af jákvæða liðinu og skorar á almenning að vera hluti af sama hóp.

Færsla Vöndu:

Sem fræðikona á sviði tómstunda- og félagsmálafræða og eineltisforvarna get ég ekki orða bundist um umræðuna um bros, gleði og leiki A landsliðs karla í fótbolta. Myndirnar og myndböndin sem um ræðir eru öll tekin í upphitun. Það er þekkt í „team-building“ fræðunum að nota svokallaða ísbrjóta til að hita hópinn upp, efla tengs, kynnast betur og hafa gaman. Partur af því að auka samkennd, samvinnu og liðsanda. Sjálf hef ég kennt þessi vinnubrög í áratugi.

Sem formaður KSÍ vil ég segja að í venjulegu árferði hefur aldrei verið eins mikil umferð um samfélagsmiðla KSÍ og aldrei meira efni sett út. Að starfsfólk samskiptadeildar KSÍ sendi út myndir og myndbönd af leikmönnum í upphitun (því ekki viljum við setja myndbönd af taktískum æfingum) finnst mér mjög jákvætt. Að þjálfarar noti ísbrjóta í upphitun finnst mér sömuleiðis mjög jákvætt. Sjálf hef ég mjög gaman af þessu, hlæ oft upphátt og ég VEIT að þegar upphitun er lokið tekur alvaran við.

Við þjálfara sem eru að þjálfa börn og fullorðna út um allt land vil ég segja: Látið þessa umræðu ekki hafa áhrif á ykkur, haldið áfram að nota ísbrjóta og leiki sem hlut af upphitun og hlut af liðsheildarvinnu

Til umhugsunar, svona almennt: Við erum með ungt lið, þeir hafa sjálfir sagt að neikvæðnin hefur slæm áhrif á þá. Hefur þessi umræða þau áhrif að þeir hætta að þora að hlægja á æfingum? Erum við með allri neikvæðninni að brjóta niður stoltið og sjálftraustið? Auka kvíða? Er þessi neikvæðni besta leiðin til að bæta árangur? Mér finnst uppbyggjandi gagnrýni sjálfsögð og tek henni fagnandi – nefni t.d. grein Viðars Halldórssonar á fotbolti.net. – en mér finnst umræðan oft á tíðum komin út fyrir það – og vera orðin skemmandi en ekki bætandi.

Ég ætla að vera í jákvæða-liðinu og skora á almenning að koma þangað með mér. Gríðarlega mikilvægur leikur við Ísrael á mánudaginn, áfram Ísland!

Dæmi um fræðiefni tengt ísbrjótum og liðsheildarvinnu:

https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/08924562.2013.799925?casa_token=_vasayiyXF0AAAAA:ASwRJNjhGsc8qYW2tjnVfu0KF8i16o_7PPDAlO7inC55WQZswswY4zARummJW5NcOeWD4B7DMAA9

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Í gær

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Í gær

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs