fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Kári og Rúrik nánast orðlausir eftir hörmungar landsliðsins í kvöld – „Einhver djöfulsins krísa“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 20:53

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við kölluðum á úrslit og fengum þau, ég er orðlaus,“ sagði Kári Árnason fyrrum varnarmaður íslenska landsliðsins eftir nauman 1-0 sigur á slakasta landsliði í heimi gegn San Marínó.

Kári var sérfræðingur í setti hjá Viaplay að leik loknum og fór yfir úrslitin. „Ég er í sjokki,“ sagði Kári.

Íslenska þjóðin virðist ansi reið yfir frammistöðu íslenska liðsins sem var slök á alla kanta. „Ég hef séð þá marga slæma. Miðað við mótherja þá er þetta með því slakasta. Að finna ekki lausnir, þú munt lenda í þessu gegn lakari liðum að þau leggist lágt. Við erum í neðri helming þegar kemur að drætti í riðlana, þú verður að finna lausnir,“ sagði Kári

„Það sem þetta var, þetta var sloppy. Þá verður næsti sloppy, game planið er að ýta bakvörðunum hátt og þá eru kantarar eins og framherjar. En þeir fá aldrei boltann, Mikael yngri var ekki með í leiknum. Mikael Neville fékk boltann í ágætis svæðum.“

„Í hvað átt erum við að fara, menn voru að spila sig út úr liðinu. Það voru ekki margir að stimpla sig inn, þetta var meira að menn væru að koma sig lengra frá liðinu.“

Vilhjálmur Freyr stjórnandi á Viaplay sagði að um væri að ræða. „Átakanlegt áhugaleysi“

Rúrik Gíslason tók þá til máls. „Við töluðum um það fyrir leik að við skildum ekki pointið með þessum leik, við fengum alvöru leik frá San Marínó. Við erum stálheppnir að gera ekki jafntefli,“ sagði Rúrik.

„Við stöndum hérna í setti og viljum styðja landsliðið, og vera á bak við liðið og allt. Maður stendur hérna og hvað getur maður sagt? Lélegasti landsleikur Íslands frá upphafi sá ég á Twitter.“

„Við stöndum hérna hálf orðlausir, við viljum að íslenska liðinu gangi. Það er einhver djöfulsins krísa þarna. Það er engum greiði gerður að við séum soft, við verðum að tala hreina íslensku. Þetta var hreint út sagt grautlélegt.“

Rúrik gagnrýndi þjálfarateymið fyrir að tala ekki hreint út við leikmenn sína. „Þeir þora ekki að gagnrýna leikmenina og biðja um power.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“
433Sport
Í gær

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“