Enska landsliðið gerði jafntefli í Þjóðadeildinni í gær er liðið spilaði við sterkt lið Þýskalands í A-deild.
Það munaði litlu að þeir ensku myndu tapa en vítaspyrna frá Harry Kane tryggði jafntefli þegar tvær mínútur voru eftir.
Tammy Abraham er í leikmannahóp Englands en hann spilar með Roma á Ítalíu og átti mjög gott tímabil undir Jose Mourinho.
Því miður fyrir sóknarmanninn fékk hann ekki að koma við sögu í gær og sá leikinn allan á bekknum.
Í upphitun þá var skellihlegið að Abraham sem lék listir sínar men boltann fyrir upphafsflautið.
Það gekk ekki alveg eins og í sögu hjá Abraham í þetta skiptið er hann steig á boltann og datt á afturendann í kjölfarið.
Liðsfélagar höfðu gaman að og skellihlógu eins og má sjá hér.
Tammy Abraham last night 😭😭 pic.twitter.com/uigJQMJVBE
— The72 – We Love the #EFL (@_The72) June 8, 2022