fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Bryndís vill ekki sjá bjórinn og fær hörð viðbrögð – „Sá ekki vín á nokkurri manneskju“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla steig fram í viðtali á Vísir.is í gær og fordæmdi það að bjór væri nú til sölu á Laugardalsvelli.

Í fyrsta sinn á mánudag gat almenningur keypt sér bjór á landsleik þegar Ísland tók á móti Albaníu.

Þeir sem mættu á völlinn eru á einu máli að allt hafi farið vel fram en um alla Evrópu þekkist það að fólk fái sér bjór á knattspyrnuleik.

„Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?,“ sagði Bryndís við Vísir.is

Netverjar hafa brugðist við þessum orðum Bryndísar og vekja athygli á því að allt hafi farið vel fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt