fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þjóðadeildin: England náði stigi í Þýskalandi – Ítalir efstir

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 7. júní 2022 20:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England og Þýskaland, tvö stórveldi í fótbolta, mættust á Allianz-vellinum í Munchen í þriðja riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jonas Hofmann kom Þjóðverjum yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. England setti pressu á heimamenn eftir markið og uppskáru víti á lokamínútunum þegar Harry Kane féll við í teignum.

Dómarinn dæmdi vítaspyrnu með aðstoð myndbandsdómgæslu. Kane fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi en lengra komust Englendingar ekki og niðurstaðan jafntefli.

Ítalir unnu Ungverja í hinum leiknum í þriðja riðli A-deildar í kvöld og tryggðu sér þar með toppsætið í riðlinum þegar tveim umferðum er lokið.

Nicolo Barella og Lorenzo Pellegrini sáu til þess að Ítalía leiddi 2-0 í hálfleik. Gianluca Mancini setti svo boltann í eigið net eftir rúman klukkutíma leik og minnkaði þar með muninn fyrir Ungverjaland en lokatölur í kvöld 2-1 sigur heimamanna.

Ítalía er efst í riðlinum með fjögur stig, Ungverjaland er með þrjú stig, Þýskaland tvö og England eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning