Ensku úrvalsdeildarfélögin Manchester United og Newcastle United eru þau lið sem eru hvað næst því að ná að krækja í úrúgvæska sóknarmanninn Darwin Nunez frá Benfica. Frá þessu greinir úrúgvæski blaðamaðurinn Sebas Giovanelli í færslu á Twitter.
Nunez mun yfirgefa herbúðir Benfica í sumar en hvert hann fer er enn á reiki. Þessi eftirsótti leikmaður skoraði 34 mörk á nýafstöðnu tímabili fyrir Benfica en hann hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu.
Nunez ólst upp í herbúðum úrúgvæska félagsins Penarol en í ágúst árið 2019 gekk hann til liðs við spænska félagið Almeria. Þaðan fór hann síðan til Benfia í september árið 2020.
Hjá Benfica hefur hann spilað 84 leiki, skorað 47 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Þá á hann að baki 10 landsleiki fyrir Úrúgvæ.
AHORA| @ManUtd y el @NUFC pujan por Darwin #Núñez y son los equipos que a esta hora están más cerca de fichar al atacante. #uruguayo ⚽️🇺🇾 pic.twitter.com/ZzKg4pG3rA
— Sebas Giovanelli (@SebasGiovanelli) June 7, 2022