fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Heimir kominn með verkefni í hendurnar? – ,,Mér finnst það meika sens“

433
Þriðjudaginn 7. júní 2022 11:24

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögusagnir þess efnis að nafn Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins og katarska félagsins Al-Arabi sé upp á borðinu hjá íraska knattspyrnusambandinu sem næsti landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íraks, hafa skotið upp kollinum og fjallað var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

,,Hafið þið eitthvað heyrt hvert Heimir er að fara?“ spurði Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður Dr. Football sérfræðinga þáttarins sem svöruðu þeirri spurningu neitandi.

,,Ég hitti Heimi á vellinum í gær og spurði hann ekki neitt út framtíðina en það var laumað að mér einu landsliðsverkefni fyrir hann og mér finnst það meika sens. Þetta eru mínir gömlu félagar í Írak. Þeim hefur vantað þjálfara núna í einhvern tíma. Þetta eru engir smá gæjar sem hafa verið að þjálfa Írakana, Dick Advocaat, Zico var með liðið hér í denn og svo tóku þeir nú Egil Drillo Olsen á sínum tíma.“

,,Heimir er með þennan landsleikjafótbolta upp á 10 að mörgu leyti,“ sagði Jóhann Már Helgason, annar af sérfræðingum þáttarins um þetta slúður. ,,Hann gerði fáránlega vel með íslenska landsliðið og á örugglega upp á pallborðið hjá fullt af knattspyrnusamböndum þar. Ég ætla samt að segja að ég var að vonast eftir því að sjá annað skref á hans ferli ef þetta er staðan. Ef hann ætlaði ekki að koma heim vildi ég sjá hann taka við einhverju liði á Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“