fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Stebbu blöskraði talsmátinn á Laugardalsvelli – „Þetta er kærasta XXX, hún er svo ljót“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. júní 2022 11:00

Eiginkonan og Birkir á HM 2018. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stebba Sigurðardóttir var mætt á Laugardalsvöll í gær ásamt Birki Má Sævarssyni eiginmanni sínum og fyrrum landsliðsmanni í knattspyrnu. Henni blöskraði framkoma nokkra stuðningsmanna Íslands að leik loknum.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði í gær 1-1 jafntefli við Albaníu í B-deild Þjóðadeildar UEFA.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með í leiknum en á 30. mínútu kom Seferi, sóknarmaður Albana gestunum yfir. Boltinn datt fyrir fæturna á Seferi eftir að Rúnar Alex hafði varið boltann áður út í teig. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Íslendingar komu tilbúnir til leiks í þeim seinni. Það tók liðið um það bil þrjár mínútur að jafna metin. Það gerði Jón Dagur Þorsteinsson eftir skyndisókn.

Stebba segir á Twitter frá upplifun sinni í stúkunni að leik loknum. „Varð fyrir svo miklum vonbrigðum með óþverrann í stúkunni í kvöld eftir leik. Leikmenn ganga til klefa og fjölskyldur þeirra að bíða eftir að fá að knúsa sína menn “þetta er kærasta XXX, hún er svo ljót”,“ skrifar Stebba.

Hún segir að íslenskt samfélag þurfi á aðgerðarhópnum Öfgar að halda. „Gott fólk! Samfélagið þarf á Öfgar að halda.“

Öfgar svara Stebbu á Twitter. „Þetta er ömurleg kvenfyrirlitning.Við þurfum svo sannarlega að halda áfram í róttækum aktívisma og vinna gegn þeirri þróun að virði kvenna felist í útliti,“ skrifa Öfgar á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“