fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Hátíð í Liverpool-borg í dag – „Besti klúbbur í heimi“

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 29. maí 2022 20:25

Stuðningsmenn Liverpool fagna um helgina (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkti fögnuður í Liverpool-borg í dag er félagið efndi til hátíðahalda eftir sögufrægt tímabil.

Karlaliðið vann ensku bikarkeppnina og enska deildarbikarinn en beið lægri hlut í úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid hafði betur með einu marki gegn engu.

Liverpool var þar að auki nálægt því að vinna ensku úrvalsdeildina en Manchester City klófesti titilinn í fjórða sinn á fimm árum með einu stigi meira en Jurgen Klopp og lærisveinar hans.

Þetta er besti klúbbur í heimi. Það er ekkert annað lið í heiminum sem gæti tapað úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og fólk svo mætt hingað 24 klukkutímum seinna og fagnað svona. Þetta er besti klúbbur í heimi. Mér er sama hvað öðru fólki finnst,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins kampakátur.

Þá varð kvennaliðið sigurvegari í næstefstu deildinni á Englandi og leikur því í ensku Ofurdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann deildina með 52 stig, 11 stigum meira en London City Lionesses sem endaði í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn