fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar hefði viljað sjá Arnar velja Þorleif – „Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 10:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðshópurinn var opinberaður í vikunni og var hann skeggræddur í íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

Rætt var um framherjana í liðinu en Hólmbert Aron Friðjónsson er með 2 mörk í landsliðstreyjunni.

video
play-sharp-fill

Andri Lucas Guðjohnsen er einnig með 2 mörk, bróðir hans Sveinn Aron er með eitt mark og sagði umsjónarmaðurinn að þetta sé svolítið þunnt kaffi ef kaffi skyldi kalla.

„Ég hefði alltaf tekið Þorleif inn,“ sagði Hjörvar Hafliðason og átti við Þorleif Úlfarsson leikmann í MLS deildinni. „Líka upp á söguna og búa til fjör í kringum leikina. Það er ekkert hægt að skauta fram hjá því að umtalið hefur verið neikvætt og það hefði verið gaman að fá hann þarna inn. Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann,“ bætti hann við.

Þorleifur skoraði frábært mark í MLS deildinni sem vakti mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur skorar í deildinni. Þeir Benedikt og Jóhann ræddu markið en Hjörvar benti á að Þorleifur hefði ofboðslegt sjálfstraust miðað við fagnið. „Að rífa sig úr treyjunni og taka á sig gula spjaldið og vera með bol kláran fyrir ömmu sína er geggjað. Þegar hann setti í töskuna var bolurinn klár. Það sýnir sjálfstraustið sem gaurinn hefur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
Hide picture