fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segja að þetta sé „búið“ hjá Heimi á Hlíðarenda – Gæti Heimir tekið við af Heimi?

433
Föstudaginn 27. maí 2022 13:00

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byrjað er að ræða og rita um framtíð Heimis Guðjónssonar sem þjálfara Vals eftir slæmt 6-2 tap gegn Breiðablik í bikarnum í gær.

Valur hefur tapað þremur leikjum í röð, í deildinni gegn Stjörnunni og Val og svo gegn Breiðablik í bikarnum í gær. Valur spilaði illa á síðustu leiktíð og framtíð Heimis var til umræðu þá.

„Þeir voru eins og kettir að labba í kringum heitan graut,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur Dr .Football um bikarþáttinn á RÚV í gær þar sem Hörður Magnússon og Logi Ólafsson ræddu framtíð Heimis.

Hjörvar Hafliðason tók þá til máls. „Heimir og Höddi eru mjög nánir vinir, Logi Ólafs tók hann upp á Skaga. Svona var þetta alltaf, allir þekkja alla. Hér eru hlutirnir sagðir, þetta er búið,“ sagði Hjörvar.

Hrafnkell ræddi þá málið. „Þetta er löngu búið, fyrir mér er bara einn þjálfari sem er á lausu sem er málið. Það er Heimir Hallgrímsson,“ sagði Hrafnkell.

Hjörvar segir að Valsmenn eigi þó ekki að breyta bara til að breyta. „Hvað geta Valsmenn gert? Ég myndi leyfa Heimi sprikla þangað til ég myndi finnast rétta manninn. Reyndu að finna einhverja lausn, ekki fara í neitt nema þú sért með lausn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum