fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Heimir eftir tapið gegn Blikum: „Hlýtur að vera met í íslenskum fótbolta“

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 22:11

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, sagði að aðeins eitt lið hefði verið inni á vellinum í síðari háfleik er lærisveinar hans töpuðu stórt, 6-2, gegn Breiðablik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.

Valur leiddi 2-1 á einum tímapunkti í leiknum en Viktor Örn Margeirsson jafnaði metin fyrir Blika stuttu fyrir hálfleik og heimamenn komu af miklum krafti í síðari háfleik og skoruðu fjögur mörk.

Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik, sköpuðum góða möguleika svo vorum við náttúrulega bara klaufar að fara ekki inn í hálfleikinn með allavegana einhverja forystu,“ sagði Heimir í viðtali á Rúv eftir leik.

„Svo í seinni hálfleik þá var eins og út í Víking bara eitt lið inni á vellinum og við fengum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið var þannig að ég held þeir hafi unnið þrjá eða fjóra seinni bolta og það hlýtur bara að vera met í íslenskum fótbolta.“

Aðspurður hvort starf hans sem þjálfari Vals væri í hættu sagðist Heimir ekki hafa áhyggjur af því. „Nei, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af, ég er bara ráðinn í vinnu og það eina sem ég er hræddur við í fótbolta er ég sjálfur þannig ég er ekkert að spá í það.

„Við vissum það þegar mótið byrjaði að við erum með nýtt lið og þetta gæti tekið einhvern tíma. Reyndar hefur mótlætið verið aðeins meira en við kannski reiknuðum með. Við verðum bara að standa saman og snúa saman bökum og halda áfram. Það er jákvætt fyrir okkur að við erum að fá leikmenn úr meiðslum og það þýðir ekkert að henda inn hvíta handklæðinu,“ bætti Heimir við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag