fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Blikar gengu frá Val í markaleik

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 21:36

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Val í stórleik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.

Leikurinn byrjaði með látum þegar Omar Sowe kom Blikum yfir á 13. mínútu en Valsarar voru ekki lengi að svara fyrir sig og Birkir Heimisson jafnaði metin tveimur mínútum síðar.

Tryggvi Haraldsson skoraði nánast frá miðju þegar hann lyfti boltanum yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika en Anton var kominn langt út úr markinu. Staðan 2-1 fyrir Val eftir tæpan 20 mínútna leik.

Viktor Örn Margeirsson jafnaði svo fyrir Blika þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik eftir vel útfærða hornspyrnu.

Breiðablik gerði þrjár skiptingar í hálfleik þar sem Ísak Snær Þorvaldsson og Galdur Guðmundsson komu meðal annars inn af bekknum. Ísak skoraði þriðja mark Blika á 60. mínútu og bætti við fjórða markinu með skalla eftir hornspyrnu tólf mínútum síðar.

Hinn 16 ára gamli Galdur skorað fimmta mark Blika á 75. mínútu með góðu skoti og Mikkel Qvist, sem kom einnig inn á sem varamaður, bætti við sjötta markinu á 81. mínútu, lokatölur 6-2 fyrir Blika sem hafa unnið alla leiki sína á leiktíðinni til þessa.

Breiðablik 6 – 2 Valur
1-0 Omar Sowe (’13)
1-1 Birki Heimisson (’15)
1-2 Tryggvi Haraldsson (’17)
2-2 Viktor Örn Margeirsson (’42)
3-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’60)
4-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’72)
5-2 Galdur Guðmundsson (’75)
6-2 Mikkel Qvist (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birkir verður heiðraður á föstudag

Birkir verður heiðraður á föstudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Í gær

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“
433Sport
Í gær

Stoltur Gísli í landsliðinu í fyrsta sinn – „Eitthvað sem maður stefnir alltaf að“

Stoltur Gísli í landsliðinu í fyrsta sinn – „Eitthvað sem maður stefnir alltaf að“