fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Blikar gengu frá Val í markaleik

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 21:36

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Val í stórleik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.

Leikurinn byrjaði með látum þegar Omar Sowe kom Blikum yfir á 13. mínútu en Valsarar voru ekki lengi að svara fyrir sig og Birkir Heimisson jafnaði metin tveimur mínútum síðar.

Tryggvi Haraldsson skoraði nánast frá miðju þegar hann lyfti boltanum yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika en Anton var kominn langt út úr markinu. Staðan 2-1 fyrir Val eftir tæpan 20 mínútna leik.

Viktor Örn Margeirsson jafnaði svo fyrir Blika þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik eftir vel útfærða hornspyrnu.

Breiðablik gerði þrjár skiptingar í hálfleik þar sem Ísak Snær Þorvaldsson og Galdur Guðmundsson komu meðal annars inn af bekknum. Ísak skoraði þriðja mark Blika á 60. mínútu og bætti við fjórða markinu með skalla eftir hornspyrnu tólf mínútum síðar.

Hinn 16 ára gamli Galdur skorað fimmta mark Blika á 75. mínútu með góðu skoti og Mikkel Qvist, sem kom einnig inn á sem varamaður, bætti við sjötta markinu á 81. mínútu, lokatölur 6-2 fyrir Blika sem hafa unnið alla leiki sína á leiktíðinni til þessa.

Breiðablik 6 – 2 Valur
1-0 Omar Sowe (’13)
1-1 Birki Heimisson (’15)
1-2 Tryggvi Haraldsson (’17)
2-2 Viktor Örn Margeirsson (’42)
3-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’60)
4-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’72)
5-2 Galdur Guðmundsson (’75)
6-2 Mikkel Qvist (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Í gær

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni