fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Arnar Þór gat ekki valið Aron Einar: „Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar“

433
Miðvikudaginn 25. maí 2022 13:48

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson hefur valið landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni en liðið leikur þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn æfingaleik í júní.

Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum en kæra á hendur honum vegna nauðgunar var felld niður hjá héraðssaksóknara á dögunum. Aron hefur ekki spilað með landsliðinu í eitt ár vegna málsins.

„Ég er búinn að tala við marga af þeim sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu í dag með ákvörðun stjórnar. Það er léttir fyrir mig, ég hef kallað eftir ramma til að fara eftir frá því í september í fyrra,“ sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari eftir að hafa valið hópinn.

KSÍ gaf út regluverk í dag í kringum mál sem koma upp og þar segir. „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“

Konan sem kærði Aron getur áfrýjað málinu til ríkissaksóknara og samkvæmt því þá er Arnari ekki heimilt að velja Aron Einar. „Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar, ég sem þjálfari vinn eftir þessum vinnureglum. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastari skorður, þá er hægt að svara þessum spurningum hreint út,“ sagði Arnar Þór.

Aðspurður hvort fleiri leikmenn falli undir þessar reglur stjórnar sagði Arnar. „Nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
433Sport
Í gær

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur