fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag leggur sig allan fram til að vera með allt á hreinu þegar undirbúningstímabil Manchester United hefst í lok júní.

Fjallað er um innkomu Ten Hag til félagsins en hann mætti til vinnu í vikunni og er byrjaður að láta til sín taka.

Ten Hag hefur talað við leikmenn félagsins og vill fá að vita allt um þá. Eitt af því sem hann vill vita er hvar leikmenn ætla að vera í sumarfríi sínu.

Hann vill vita eins mikið og hann getur um leikmennina áður en æfingar byrja. Mirror fjallar um málið.

Ten Hag hefur látið leikmenn vita af því að það sé ekkert annað í boði en að koma í frábæru formi til baka eftir sumarfrí. Ten Hag vill að leikmenn United séu klárir í að taka við hugmyndum hans.

Ten Hag kemur til United frá Ajax en hann ákvað að byrja æfingar í lok júní frekar en í júlí og fá leikmenn því styttra sumarfrí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
433Sport
Í gær

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur