fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Íslandsmeistararnir á toppinn eftir sigur á Blikum

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 24. maí 2022 21:07

Viðureign Breiðabliks og Vals er vinsælust í efstu deild kvenna. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaleikur 6. umferðar Bestu deild kvenna í fótbolta fór fram á Kópavogsvelli í kvöld er Blikar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals.

Valur gat með sigri í kvöld komist á toppinn í deildinni og Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Íslandsmeisturunum í forystu á 55. mínútu þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Blikar fengu nokkur fín tækifæri til að jafna metin og ekkert betra en á 82. mínútu þegar vítaspyrna var dæmd á gestina. Melina Ayres fór á punktinn en Sandra Sigurðardóttir varði frá henni og tryggði Valskonum þar með þrjú mikilvæg stig.

Valur er á toppi deildarinnar með 15 stig eftir sex umferðir. Blikar eru með níu stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Í gær

Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans

Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans
433Sport
Í gær

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því