fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. maí 2022 13:02

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, birti vægast sagt umdeilda færslu á Twitter-síðu sinni á dögunum. Í færslunni velti Andrés upp þeim möguleika að rýmka heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.

„Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. – Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. – Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt,“ segir Andrés í færslunni. Þá segist Andrés hafa fengið fyrstu sumarvinnuna sína þegar hann var 12 ára en þá vann hann á lagernum hjá 66°Norður. „Var afspyrnu lélegur starfsmaður. En lærði margt og var stoltur af mér,“ segir hann.

„Hvaða rugl er þetta?“

Þessi færsla Andrésar féll í ansi grýttan jarðveg hjá mörgum á Twitter. Fjölmargir gagnrýndu Andrés harðlega fyrir þessa tillögu hans og var til að mynda haft á orði að hann hefði mögulega verið „bitinn af geislavirkri frjálshyggju“. Þá er spurt hvers vegna það liggur svona á að koma börnum inn á vinnumarkaðinn. „Það var heil bylting til að leyfa börnum að lifa lífi sínu frjálst frá atvinnumarkaðinum og þú vilt henda þeim til baka?“ segir til dæmis einn netverji í athugasemdunum við færslu Andrésar.

„Hvaða rugl er þetta? Við erum að reyna að vinda ofan af streitu og kulnun á vinnumarkaðnum. Breyta menningu sem leggur ofuráherslu á vinnu. Stytting vinnuviku til dæmis. Ef þú ert í örvæntingu að reyna að koma 12 ára barninu þínu í atvinnu í sumar þarftu að endurskoða gildin þín,“ segir annar.

Þá velti fólk því fyrir sér hvort það væri ekki betra að leyfa frekar flóttafólkinu sem kemur hingað til lands að vinna eða eldra fólki sem komið er á ellilífeyrisaldur. „Nóg af vinnuafli hérna sem er ekki nýtt bara því kerfið er svo erfitt.“

Taka undir með Andrési

Þrátt fyrir að margir hafi gagnrýnt Andrés fyrir færsluna þá hafa afar margir tekið undir með honum. „Byrjaði 13 og það var bara oft mjög skemmtilegt fyrir utan að vera lærdómsríkt og ég þurfti ekki að biðja um peninga fyrir öllu frá foreldrum sem veitti mikið sjálfstæði,“ segir til að mynda einn netverji sem tekur undir með Andrési.

„Sammála – byrjaði sjálfur að bera út blöð 11-12 ára og var búinn að vinna við áfyllingar í byggingavöruverslun og sem uppvaskari á grunnskólaárunum. Ég elskaði ekkert að vinna þessi störf, en það snerist ekki um það, heldur meira að læra að leggja á sig og hafa fyrir hlutunum,“ segir svo annar.

Þá segja fleiri að börnin þeirra séu einmitt á þessum aldri og að þau hafi áhuga á því að vinna. „Minn 12 ára spyr hvar hann geti unnið í sumar,“ segir til dæmis einn netverji og fleiri taka í svipaða strengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun