fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Líklegt að dansinn á sunnudaginn verði sá síðasti

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2022 20:15

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton bjargaði sér í falli úr ensku úrvalsdeildinni í gær með 3-2 sigri á Crystal Palace. Sigurinn styrkir án efa stöðu félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar en þrátt fyrir það er talið að kroppað verði í einhverja leikmenn.

Samkvæmt frétt Football Insider er líklegt að framherjinn Dominic Calvert-Lewin yfirgefi Everton í sumar.

Calvert-Lewin hefur aðeins leikið sextán leiki í ensku úrvaldseildinni á þessari leiktíð. Hann hefur verið töluvert meiddur. Hann hefur skorað fimm mörk í þessum leikjum en á síðustu leiktíð raðaði hann inn mörkunum.

Arsenal hefur verið orðað við Calvert-Lewin en félagið er í leit að framherja.

Everton heimsækir Arsenal einmitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Ef fréttirnar eru sannar gæti sá leikur orðið sá síðasti hjá Calvert-Lewin í Everton treyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guehi harðneitaði að skrifa undir

Guehi harðneitaði að skrifa undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ í þjálfaraleit

KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt