fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Enski boltinn: Burnley sótti dýrmætt stig á Villa Park – Jafnt hjá Chelsea og Leicester

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 21:01

Wout Weghorst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley náði í dýrmætt stig í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar með jafntefli gegn Aston Villa á Villa Park í kvöld.

Ashley Barnes kom gestunum yfir úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks en Emiliano Buendía jafnaði fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks.

Matthew Lowton kom inn á sem varamaður í liði Burnley á 85. mínútu en var rekinn af velli á fyrstu mínútu uppbótartíma fyrir hættulega tæklingu.

Burnley tókst þó að halda út manni færri og 1-1 jafntefli niðurstaða sem þýðir að örlögin eru í höndum Burnley fyrir lokaleik liðsins gegn Newcastle á heimavelli. Burnley er jafnt Leeds að stigum með 35 stig en Leeds er með mun lakari markatölu. Leeds sækir Brentford heim í lokaumferðinni.

Aston Villa 1 – 1 Burnley
0-1 Ashley Barnes (’45)
1-1 Emil Buendía (’48)

Chelsea fékk Leicester í heimsókn á Brúnni. James Maddison kom gestunum yfir á sjöttu mínútu en Marcos Alonso sá til þess að Chelsea endar tímabilið í 3. sæti deildarinnar með marki á 36. mínútu, lokatölur 1-1. Leicester er í 9. sæti með 49 stig.

Chelsea 1 – 1 Leicester
0-1 James Maddison (’6)
1-1 Marcos Alonso (’36)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Í gær

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Í gær

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims