fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp en nú á æfingu með FH

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. maí 2022 19:07

Mynd: Instagram/emilpals

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp á knattspyrnuvellinum en nú á æfingu með FH. Frá þessu greina norskir miðlar.

Emil hefur undanfarið æft með FH en hann fór fyrst í hjartastopp í leik í Noregi seint á síðasta ári.

„Þetta eru slæm tíðindi, í síðustu viku fór ég aftur í hjartastopp á æfingu þegar ég var á Íslandi,“ segir Emil við TV 2 í Noregi.

Emil ræðir við fjölmiðla eftir hjartastopp í nóvember.

Þann 1 nóvember á síðasta ári var Emil endurvakinn eftir að hafa farið í hjartastopp með Sogndal þar sem hann var á láni. Planið var að þessi 28 ára gamli leikmaður færi til Noregs á næstunni og myndi byrja að æfa með Sarpsborg 08 en þar er hann samningsbundinn.

Emil hafði fengið grænt ljós lækna til að byrja aftur en bakslagið kom á æfingu með FH í síðustu viku „Ég er mjög vonsvikinn. Þetta var eitthvað sem ég hélt ekki myndi gerast aftur,“

„Í fyrra skiptið var ég mjög ánægður með það að vera á lífi, en í þetta skiptið voru þetta aðeins meiri vonbrigði. Ég var á svo góðum stað og tilbúinn að fara aftur í fótboltann,“ útskýrir Emil.

Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Hann mun gangast undir rannsóknir vegna málsins. „Þetta var frekar svipað. Það hlýtur að vera eitthvað að hjarta mínu.“

Gangráður var þræddur í Emil á síðasta ári og hjálpar hann að setja hjarta Emils aftur af stað.

„Þegar þetta gerist tvisvar verður það erfitt að komast aftur í fótboltann. En ég útiloka það ekki strax. Þetta gerðist nýlega og ég get ekkert fullyrt um framtíðina núna. Ég þarf að huga að heilsunni og reyna að fá að vita hvað veldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu