fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Real Madrid mætir Liverpool í úrslitum eftir lygilegan endurkomusigur á Man City

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 4. maí 2022 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Manchester City í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikið var á Spáni.

City vann fyrri leikinn 4-3 á Englandi og því verk að vinna fyrir lærisveina Carlo Ancelotti í kvöld. Heimamenn áttu ágætis spretti í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma boltanum í netið og markalaust í leikhléi.

City menn héldu föstu fyrir og voru skipulagðir í aðgerðum sínum og uppskáru mark á 73. mínútu þegar Bernardo Silva æddi í gegnum miðsvæðið og kom boltanum á Riyad Mahrez sem hamraði boltann í netið á nærstönginni framhjá Thibaut Courtois.

Staðan 1-0 fyrir gestina og 5-3 samanlagt. Jack Grealish komst tvisvar nálægt þvi að bæta við marki fyrir City á 86. mínútu en fyrra skot hans var varið á marklínu og það seinna fór rétt framhjá stönginni.

Rodrygo, sem kom inn á sem varamaður, skoraði tvö mörk á 90. og 91. mínútu og jafnaði þar með stöðuna í einvíginu. Fyrra markið kom eftir sendingu frá Karim Benzema og það síðara skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Asensio. Leikurinn fór því í framlengingu þar sem Karim Benzema skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur, lokatölur í einvíginu 6-5 Madrídingum í vil.

Ótrúleg endurkoma Real Madrid sem mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar laugardaginn 28. maí.

Real Madrid 3 – 1 Manchester City (Real Madrid vinnur 6-5 samanlagt)
0-1 Riyad Mahrez (’73)
1-1 Rodrygo (’90)
2-1 Rodrygo (’90+1)
3-1 Karim Benzema (’95)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina