fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Þýski boltinn: Sveindís Jane og félagar einum sigri frá titlinum

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 4. maí 2022 19:08

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar í Wolfsburg eru nú aðeins einum sigri frá því að landa þýska meistaratitlinum eftir 5-1 sigur á SGS Essen í kvöld.

Gestirnir í Wolfsburg voru komnir í 3-0 forystu eftir rúmlega hálftíma leik. Dominique Bloodworth kom þeim á bragðið með marki úr vítaspyrnu á níundu mínútu en Ewa Pajor og Tabea Waßmuth bættu við mörkum áður en Vivien Endemann minnkaði muninn í 3-1 á 36. mínútu.

Dominique Bloodworth kom Wolfsburg svo í 4-1 á 66. mínútu. Varamaðurinn Sandra Starke skoraði fimmta mark gestanna í uppbótartíma. Sveindís Jane sat allan tímann á varamannabekknum.

Sveindís lék sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg í lok janúar á þessu ári og skoraði tvö mörk gegn Köln þann 11. mars síðastliðinn. Hún hefur verið fastamaður í liðinu og byrjaði meðal annars báða leikina gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Wolfsburg getur tryggt sér titilinn með sigri á botnliði Carl Zeiss Jenna á sunnudag. CZJ hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu en liðið er með fimm stig eftir 20 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð