fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Liverpool í úrslit eftir frábæra endurkomu – Hálfleiksræða Klopp skipti sköpum

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 3. maí 2022 21:00

Luis Diaz fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villarreal tók á móti Liverpool í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool sigraði leikinn 2-3 og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti en Boulaye Dia kom liðinu yfir strax á 3. mínútu eftir slakan varnarleik Liverpool og galopnaði einvígið. Heimamenn stjórnuðu fyrri hálfleiknum og virtust Liverpool menn heillum horfnir. Francis Coquelin tvöfaldaði forystu Villarreal á 41. mínútu verðskuldað með skalla og var allt jafnt í einvíginu er flautað var til hálfleiks.

Klopp gerði eina breytingu í hálfleik þar sem Luis Diaz kom inn fyrir Diogo Jota. Allt annað var að sjá til Liverpool í seinni hálfleik og virtist Klopp hafa lesið yfir sínum mönnum í hálfleik. Fabinho braut ísinn fyrir Liverpool á 62. mínútu með skoti í gegnum klofið á Rulli, markmanni Villarreal. Luis Diaz skoraði annað mark Liverpool stuttu síðar og aftur hefði Rulli átt að gera betur í markinu. Sadio Mané kláraði frábæra endurkomu Liverpool í seinni hálfleik á 74. mínútu eftir skógarhlaup Rulli.

Heimamenn virtust þreyttir í seinni og hélt Liverpool stjórn á leiknum þar til lokaflautið gall. Étienne Capoue fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald undir lok leiks fyrir pirringsbrot og voru heimamenn því einum færri síðustu mínúturnar.

Liverpool er því komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og annað kvöld kemur í ljós hvort mótherjinn verður Manchester City eða Real Madrid.

Villarreal 2 – 3 Liverpool (2-5)
1-0 Boulaye Dia (´3)
2-0 Francis Coquelin (´41)
2-1 Fabinho (´62)
2-2 Luis Diaz (´67)
2-3 Sadio Mané (´74)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina