Félagið Project 92 Limited tapaði 15 milljónum í hverri viku á síðasta árið Félagið er í eigu David Beckham, Nicky Butt, Paul Scholes, Ryan Giggs, Phil Neville og Gary Neville, félagið fer með eignarhald þeirra í Salford City.
Að auki er milljarðamæringurinn Peter Lim eigandi í Salford en liðið hefur farið hratt upp úr utandeildinni í Englandi upp í fjórðu efstu deild.
Project 92 Limited tapaði 4,7 milljónum punda á síðasta ári eða 771 milljón.
„Við höfum lagt mikla fjármuni í þetta á síðustu átta árum, en við gerum það allir,“ sagði Neville.
„Peter á 50 prósent og við 50 prósent. Við höfum sett mikla fjármuni í þetta, við höfum tekið þá ákvörðun. Ég er ekki á móti því að eigendur fjármagni félög.“
Salford hefur farið upp um fjórar deildir á fimm árum en draumur þeirra félaga er að koma Salford hærra upp í deildarkeppninni.