fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Ekki í mikilli notkun hjá Manchester United en tvö evrópsk stórlið vilja næla í hann

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 2. maí 2022 17:30

Jess Lingard. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telja má líklegt að Jesse Lingard muni spila sinn síðasta leik fyrir Manchester United á Old Trafford í kvöld þegar að liðið mætir Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða síðasta heimaleik Manchester United á tímabilinu og samningur Lingards við félagið rennur út í sumar.

Ekkert virðist þokast í viðræðum félagsins og leikmannsins um nýjan samning og því er það talið líklegast að hann muni fara á frjálsri sölu frá Manchester United í sumar.

Samkvæmt frétt ESPN um málefni leikmannsins eru tvö ítölsk stórlið, AC Milan og Juventus, íhuga það að fá kappann til liðs við sig en þá gæti Newcastle United einnig blandað sér í baráttuna.

Lingard átti góða mánuði hjá West Ham United á síðasta tímabili en hjá Manchester United hefur honum ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu og spilatíminn hefur verið af skornum skammti.

Lingard þarf meiri spilatíma og reynir nú að komast í lið þar sem hann verður reglulegur byrjunarliðsmaður og þá einna helst vegna þeirrar staðreyndar að stutt er í Heimsmeistaramótið í knattspyrnu og mun leikmaðurinn vilja tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir fimm ára samning með möguleika á sjötta árinu

Gerir fimm ára samning með möguleika á sjötta árinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta
433Sport
Í gær

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig