fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Ingveldur segist hvorki hafa logið né borið svar sitt til DV undir Sigurð Inga

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 4. apríl 2022 18:52

Ingveldur Sæmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, segir í skriflegri yfirlýsingu til RÚV að hún hafi ekki logið þegar hún fullyrti í samtali við DV í gær að ráðherrann hefði ekki látið rasísk ummæli falla á gleðskap í tilefni af Búnaðarþingi í síðustu viku. Eins og DV greindi frá á sunnudaginn á Sigurður Ingi að hafa vísað til Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem „hinar svörtu.“

„Þetta er algjört bull,“ sagði Ingveldur í samtali við DV. Þá fullyrti hún að hún hefði ekki neytt áfengis þetta kvöld og staðið við hlið Sigurðar Inga þegar hin umdeildu ummæli voru látin falla.

Í dag birti Vigdís Häsler svo yfirlýsingu þar sem hún staðfesti formlega að Sigurðu Ingi hefði látið særandi ummæli falla og að aðstoðarmaður hans, Ingveldur, hafi ekki verið viðstödd atvikið og það hafi verið særandi að reynt hafi verið  að gera lítið úr hennar upplifun.

Nokkru síðar sendi Sigurður Ingi frá sér yfirlýsingu þar sem hann gekkst við því að hafa látið óviðurkvæmileg orð falla og baðst afsökunar á þeim.

Þess ber að geta að Ingveldur svaraði ekki fyrirspurn DV þar sem leitað var eftir frekari skýringum á orðum hennar. Þess í stað svaraði hún fyrirspurn RÚV skriflega. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ hefur fréttastofa RÚV eftir Ingveldi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“