fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Hollywood-leikarinn sem tryllist á Prikinu handtekinn fyrir að áreita karókísöngvara

Fókus
Þriðjudaginn 29. mars 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Ezra Miller var handtekinn um helgina fyrir óviðeigandi hegðun og áreiti á bar í bænum Hilo á Hawaii. Samkvæmt lögregluskýrslu jós Miller, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem The Flash, fúkyrðum yfir gesti karókíbars í bænum og endaði síðan með því að rífa hljóðnema af 23 ára konu sem var í miðju lagi. Stuttu síðar réðst hann svo að 32 ára manni sem var að spila pílu á umræddum bar. Í skýrslunni kemur fram að bareigandinn hafi ítrekað reynt að biðja Miller um að róa sig án árangurs. Hringt var á lögreglu og var Miller handtekinn á staðnum. Hann þurfti að borga 500 dollara tryggingu, um 65 þúsund krónur, til að losna úr prísundinni sem stjarnan gerði umsvifalaust.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Miller veldur usla með hegðun sinni. Skemmst er að minnast atviks hérlendis sem átti sér stað á skemmtistaðnum Prikinu árið 2020 en þar tók Miller ungan aðdáanda hálstaki og snéri niður í jörðina. Myndband náðist af athæfinu og fór það sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Var Miller harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína og var kallað eftir því að Hollywood myndi úthýsa leikaranum vegna þess.

Sjá einnig: Internetið kallar eftir útskúfun Hollywood stjörnu eftir meinta árás á Prikinu

Það var þó ekki rauninn og heldur frægðarsól leikarans áfram að rísa þrátt fyrir einkennilega hegðun hans. Framundan er kvikmynd um The Flash þar sem Miller fer með aðalhlutverkið auk þess sem hann verður í burðarhlutverki í þriðju Fantastic Beasts-myndinni- The Secrets of Dumbledore.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu