fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi til ársins 2027 – „Ekki tímabært að gera ráð fyrir þeim“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 09:57

Bjarni Benediktsson. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi eða nýrri þjóðarhöll í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt var í dag. Um er að ræða áætlun fyrir árin 2023 til 2027.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir íþróttahreyfinguna en Laugardalshöll er ónothæf og Laugardalsvöllur er á undanþágu frá UEFA en öll aðstaða þar er komin til ára sinna.

,,Enn sem komið er eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlegt umfang framkvæmdanna liggur ekki fyrir. Í ljósi þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir þeim í þessari áætlun,“ segir í fjármálaáætlun.

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir tilteknu óráðstöfuðu fjárfestingarsvigrúmi meðal annars til að mæta óvissu í áætlanagerð en einnig til að tryggja tiltekið fjárfestingastig ríkisins á tímabilinu eftir því sem stærri og tímabundin fjárfestingaverkefni klárast. Þetta svigrúm er sagt vaxa smám saman yfir tíma og verður orðið allnokkuð undir lok tímabilsins og gæti það ef til vill rúmað einhver stærri fjárfestingarverkefni á síðari hluta tímabilsins.

Þar segir einnig. „Þjóðarleikvangar. Aðstaða ýmissa íþróttagreina sem standa framarlega í alþjóðlegri keppni er orðin gömul og uppfyllir ekki alþjóðlega staðla. Stjórnvöld vinna með sveitarfélögum og íþróttahreyfingunni að uppbyggingu þjóðarleikvanga í samræmi við nýja reglugerð um þjóðarleikvanga. Horft er til þess að á næstu árum rísi þjóðarleikvangar fyrir inniíþróttagreinar, knattspyrnu og frjálsíþróttir eins og segir í stjórnarsáttmála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“