fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Kona ráðalaus eftir að eiginmaður hennar þróaði með sér furðulega þráhyggju – „Ég er að ganga að göflunum“

Fókus
Mánudaginn 28. mars 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur rekur raunir sínar inn á Reddit þar sem hún óskar eftir góðum ráðum. Hennar vandi er fólginn í því að eiginmaður hennar til sjö ára er skyndilega kominn með stúlkusveitina Destiny’s Child, á heilann. Yfirskrift færslu konunnar er: „Eiginmaðurinn minn er með Destiny’s Child á heilanum og það er að eyðileggja hjónabandið okkar.“

„Á síðasta ári uppgötvaði eiginmaður minn Destiny’s Child. Ég skil ekki alveg hvers vegna hann hafði ekki uppgötvað þær fyrr, en það kemur málinu ekki við. Hann var ekki með þessa þráhyggju áður en við giftum okkur. Við höfum verið gift í sjö ár og hann hefur aldrei sýnt nein merki um þráhyggjukennda hegðun áður. Núna hefur þessi þráhyggja tekið yfir líf okkar beggja og er að kosta okkur gífurlegt fé.“

Konan segir að maður hennar eyði nú frítíma sínum á uppboðssíðum á netinu þar sem hann reynir að koma höndum sínum yfir vörur sem tengist stúlknasveitinni, og endi vandlega með að að vera með hæsta boðið sem hafi kostað fjölskylduna töluverðan pening. Hann hlusti líka stöðugt á tónlistina þeirra.

„Hann keypti bluetooth hátalara svo hann geti meira að segja hlustað á þær á meðan hann baðar sig. Við getum ekki talað saman án þess að hann segi eitthvað á borð við: „Veistu, þetta minnir mig á texta með Destiny’s Child„. Hann hefur varið klukkustundum í að horfa á kennslumyndbönd á YouTube til að læra danssporin við hvert einasta tónlistarmyndband. Hann lætur mig fylgjast með sér dansa fyrir framan sjónvarpið svo ég geti sagt honum hvort að formið hans og tímasetningin sé ekki örugglega fullkomið.“

Ekki nóg með það heldur sé maður hennar stöðugt að reyna að setja sig í samband við meðlimi Destiny’s Child, en sveitin hætti opinberlega starfsemi árið 2006, þó þær hafi stundum komið saman aftur við sérstök tilefni. Eiginmaðurinn sé því að grátbiðja meðlimina fyrrverandi að koma aftur saman og fara á tónleikaferðalag. Jafnvel sé hann farinn að senda meðlimunum afmælisgjafir.

„Ég vil benda á að þessi þráhyggja er ekki kynferðisleg – honum finnst þær bara mjög svalar. Ég er að ganga að göflunum. Mér finnst eins og ég sleppi ekki undan Destiny’s Child og ég sé búin að tapa eiginmanni mínum vegna þessarar þráhyggju.“

Þessi færsla konunnar hefur vakið töluverða athygli og einnig hafa margir deilt ráðum. Margir í athugasemdakerfinu eru sammála um að konan þurfi að koma eiginmanni sínum undir læknishendur, en svona skyndileg breyting á hegðun geti verið merki um heilsubrest á borð við heilaæxli, alvarlega sýkingu í heila eða höfuðáverka. Eins gæti þetta verið merki um andlega bresti, til dæmis geðhvörf eða jafnvel geðrof.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“