fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Milljarða snekkjur Roman Abramovich komnar í örugga höfn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 09:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roman Abramovich eigandi Chelsea er mættur heim til Rússlands og reynir að halda í eigur sínar, hann er sagður hafa ákveðið að yfirgefa Ísrael í upphafi vikunnar til að koma sér heim.

Tvær snekkjur í eigu Roman hafa nú yfirgefið þá staði sem þær voru á og eru komnar til Tyrklands. Engar líkur eru á að Tyrkir muni frysta eigur Roman og hann telur því þær vera komnar í örugga höfn.

Evrópusambandið og Bretland hafa fryst þær eigur Roman sem hægt er, þannig hefur Chelsea í ensku úrvalsdeildinni verið tekið af Roman. Hann má ekki stýra félaginu lengur og félagið er beitt miklum þvingunum.

Er gripið til þessara aðgerða vegna tengsla Roman við Vladimir Putin forseta Rússlands sem ákvað að láta her sinn ráðast inn í Úkraínu.

Snekkjan My Solaris var í Svartfjallalandi en siglir nú í átt að Tyrklandi, sömu sögu er að segja um Eclipse snekkjuna sem var við St Barns í Karabíska hafinu en heldur nú sömu leið. Solaris kostaði Roman 430 milljónir punda en Eclipse kostaði milljarð punda.

Báðar einkaþotur Roman eru nú staddar í Rússlandi samkvæmt fréttum en ljóst er að Abramovich er hræddur um frekari þvinganir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“