Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur opnað sig um málefni Mo Salah en samningur hans er á enda eftir 16 mánuði. Ljóst er að Liverpool vill sjá Salah skrifa undir fyrir sumarið.
Ná Salah ekki saman við Liverpool eru líkur á því að enska félagið selji sinn besta mann frekar en að eiga á hættu að missa hann frítt sumarið 2023.
„Salah vill sjá metnað í félaginu, við höfum gert það hingað til og munum halda því áfram,“ segir þýski stjórinn.
🗣 „It’s Mo’s decision.“
Jurgen Klopp says the decision on a new contract for Mo Salah lies with the player but adds there is no rush with the situation. pic.twitter.com/Ajhw1PNKsy
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022
„Við getum ekki gert mikið meira en það. Þetta er í höndum Mo, félagið hefur gert það sem það getur gert.“
„Staðan er í góðu lagi að mínu mati, það hefur ekkert brest. Ekki er búið að skrifa undir neitt og engu hefur verið hafnað. Við bíðum og sjáum, það liggur ekkert á.“