fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Midnight Librarian gefa út nýtt lag og myndband – Ætla sér stóra hluti á næstunni

Fókus
Þriðjudaginn 8. mars 2022 14:50

Nýjasta lag hljómsveitarinnar ber heitið Mindless

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Midnight Librarian hefur gefið út myndband við lag sem ber heitið Mindless. Hljómsveitin er skipuð sjö strákum sem allir eiga ættir sínar að rekja til Suðurnesja en hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína, From Birth til Breakfast, í ágúst í fyrra. Fyrsta smáskífa plötunnar, Funky Fresh, hefur hlotið góðar viðtökur en lagið hefur meðal annars verið í talsverði spilun á Rás 2. Mindless er því smáskífa númer tvö í röðinni.

Sveitin var nýlega í viðtali hjá Víkurfréttum þar sem fram kom að sveitin, þá skipuð þremur meðlimum, hafi byrjað í bílskúr fyrir rúmum þremur árum en verkefnið hafi þróast. Núna eru meðlimirnir sjö talsins, eins og áður segir, og sveitin ætlar sér stóra hluti á komandi misserum.

Bandið skipa þeir Þorsteinn Helgi Kristjánsson (sér um sönginn og er úr Garðinum), Haukur Arnórsson (leikur á hljómborð og er úr Grindavík), Atli Reynir Baldursson (gítarleikari úr Garði), Arnar Ingólfsson (leikur á gítar og Talkbox, úr Njarðvík), Atli Marcher Pálsson (bassi, Njarðvík), Jón Böðvarsson (saxófónleikari úr Njarðvík) og Valur Ingólfsson (trommur, Njarðvík).

Erfitt er að lýsa stíl hljómsveitarinnar en í áðurnefndu viðtali segja hljómsveitarmeðlimir að um sé að ræða „einhverskonar R&B, ballöður með fönki og einhverju diskó … rokk líka – þetta er einhvern veginn út um allt.“

 

Hér má hlýða á lagið Mindless:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian setur á markað g-streng með gerviskaphárum – Sjáðu myndirnar

Kim Kardashian setur á markað g-streng með gerviskaphárum – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ben Stiller segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri

Ben Stiller segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði