fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hraunar yfir Terry sem lofsöng Abramovich – „Það rignir sprengjum yfir fólkið í Úkraínu“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea hefur fengið nokkuð harða gagnrýni á sig fyrir að lofsyngja Roman Abramovich eiganda Chelsea.

„Sá besti,“ skrifaði Terry við mynd af sér og Roman þegar eigandinn tilkynnti að hann ætlaði að selja Chelsea.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að selja félagið. Hann mun hlusta á tilboð í félagið. Hann gaf út yfirlýsingu í gær. Þetta kemur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich er Rússi. Hann var áður mikill vinur Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hafnar því þó að þeir séu félagar í dag.

Chris Bryant sem situr á alþingi í Bretlandi er óhress með Terry. „Ég held að þú ættir að taka þessu færslu út í hvelli. Það rignir sprengjum yfir fólkið í Úkraínu og er myrt á meðan þú lofsyngur Abramovich.“

Á dögunum var greint frá því að Abramovich hafi skilið við Chelsea tímabundið en nú er ljóst að hann mun selja félagið endanlega. Hann er talinn hræðast refsiaðgerðir Breta. Hansjorg Wyss, milljarðamæringur frá Sviss, er sagður hafa áhuga á að kaupa Chelsea en líklega þarf 3 milljarða punda til að kaupa félagið.

Roman hefur lánað Chelsea 1,5 milljarð punda í gegnum eignarhaldsfélag sitt en hann hefur aldrei farið fram á að félagið endurgreiði það. Sagt er að Abramovich sé líka að skoða að selja fasteignir víða um heim vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Roman Abramovich confirmed on Wednesday he has put Chelsea up for sale
John Terry praised the Russian billionaire after his statement, describing him as ‘the best’
But that praise has drawn criticism from Labour MP Chris Bryant, who hinted it was in poor taste following Russia’s invasion of Ukraine
Abramovich has reported links to Vladimir Putin and the Russian regime, something the billionaire denies
Mr Bryant previously alleged Abramovich is selling his home and an apartment because he is ‘terrified of being sanctioned’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“