EA Sports, sem gefur út hinn gríðarlega vinsæla knattspyrnutölvuleik FIFA, ætlar að fjarlægja öll rússnesk lið, sem og landslið Rússlands, úr nýjustu útgáfu leiksins.
Þetta er gert í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Spilarar FIFA 22 munu því ekki geta notað rússnesk lið í nýjustu uppfærslu leiksins.
The Russian national side or any Russian club will no longer feature on FIFA, EA Sports have confirmed in a strong statement. https://t.co/PVmamfqkUl
— SPORTbible (@sportbible) March 2, 2022
Fyrir hafa rússnesk knattspyrnulið og félagslið fengið að finna fyrir því eftir innrás Rússlands. Til að mynda er búið að sparka rússneskum félagsliðum úr Evrópukeppnum.