fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Elísabet segir fleiri þolendur hafa leitað til sín – „Allar voru á aldrinum 16 til 19 ára þegar hlutirnir áttu sér stað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. mars 2022 13:58

Elísabet Ormslev. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í einlægu viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn síðastliðinn þar sem hún sagði frá sambandi sem hún átti við 38 ára giftan karlmann þegar hún var 16 ára gömul. Hún sagði manninn vera þekktan tónlistarmann og þau hefðu kynnst þegar hún tók viðtal við hann sem hluta af grunnskólaverkefni.

Elísabet sakar manninn um andlegt ofbeldi og umsátur – og segir hann hafa keyrt í nágrenni við heimili sitt í áratug. Kornið sem fyllti mælinn var þegar hún sá hann fyrir utan heimili sitt fyrir nokkrum vikum. Elísabet er tiltölulega nýflutt með kærasta sínum og barni og hvergi hægt að nálgast nýja heimilisfangið.

Sjá einnig: Buff og Dúndurfréttir slíta samstarfi við Pétur Örn í kjölfar viðtals við Elísabetu

Elísabet nefndi hann ekki á nafn í viðtalinu við Fréttablaðið en seinna sama dag gáfu hljómsveitirnar Buff og Dúndurfréttir út sitthvora yfirlýsinguna um að þær hefðu slitið samstarfi við Pétur Örn Guðmundsson, oft kallaður Pétur Jesú, vegna ásakana.

Í gær kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Eigin Konur þar sem Elísabet ræðir frekar um sambandið og er Pétur nefndur á nafn í lýsingu þáttarins. Elísabet segir hann hafa brotið á fleiri konum og hún sjálf sé búin að fá skilaboð frá nokkrum þeirra.

„Hey, ég líka“

Elísabet segir að sex aðrar konur hafi haft samband við sig í kjölfar færslna á Twitter sem hún skrifaði um hann, og að það sem þær eiga allar sameiginlegt er að þær voru allar táningar, sextán til nítján ára gamlar, þegar þær áttu í sambandi við tónlistarmanninn.

„Eftir að ég póstaði þessu hef ég fengið alveg sex sögur [frá stelpum sem hafa verið með honum], sem hafa lent í honum líka. Allar þær, og ég veit að það eru fullt af öðrum. Allar þessar stelpur voru á aldrinum sextán til nítján ára þegar hlutirnir áttu sér stað. Hann var nafngreindur á Twitter, ekki af mér heldur öðrum, og þá byrjaði allt að hrúgast inn,“ segir Elísabet og bætir við að hún þurfti að slökkva á símanum daginn eftir því fjölmiðlar hættu ekki að hringja.

„Þetta var basically: „Hey ég líka.“ Ég hef heyrt fleiri sögur […] sem hafa líka lent í því að hann hefur verið ógeðslega ágengur við þær, náði þeim ekki en var stanslaust að áreita,“ segir hún.

„Ein sem ég heyrði af sem var nítján ára, sem hann lét bara ekki í friði. Málið er að hann er svo bullandi sjarmerandi, hann getur verið svo sjarmerandi og sett upp svo mikið „nice guy act“ og það halda allir að hann sé bara mest næs gaur í heimi. Hann getur líka verið mjög fyndinn, þannig hann er bara svolítið trúðurinn á svæðinu sem öllum finnst fyndinn og næs, en svo á hann þessa ótrúlega myrku hlið á bak við grímuna sem enginn veit nema þú þekkir hann svona eins og ég þekki hann.“

Það er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“