fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

FIFA setur rússneskum landsliðum hömlur

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 20:14

Gianni Infantino, forseti FIFA, ásamt Vladimir Pútín, forseta Rússlands, árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FIFA hefur nú brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með því að setja landsliðum þeirra ákveðnar hömlur.

Rússnesk landslið fá ekki að leika undir merkjum Rússlands heldur undir ,,knattspyrnusambandi Rússlands (e. Football Union of Russia).“

Þá þarf rússneskt landslið í knattspyrnu nú að leika á hlutlausum velli, engir fánar merktir landinu verða leyfðir og heldur ekki áhorfendur. Þá verður þjóðsöngur Rússlands ekki leikinn fyrir leiki.

Þá útilokar FIFA ekki að banna Rússland alfarið úr keppnum.

Bæði leikmenn nokkura landsliðs og knattspyrnusambönd hafa sagt að þau muni ekki leika gegn rússnesku landsliði. Pólland á til að mynda að mæta Rússum þann 24. mars í Moskvu en ætlar ekki að mæta í leikinn.

Fyrr í dag sagði enska knattspyrnusambandið svo að enskt landslið muni ekki leika gegn rússnesku liði í neinni alþjóðlegri keppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“