Christian Eriksen mun snúa aftur á völlin á morgun og spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Thomas Frank, þjálfari Brentford, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.
Brentford mætir Newcastle á morgun og verður þetta fyrsti keppnisleikur Eriksen frá því að hann fór í hjartastopp í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á EM síðasta sumar.
„Hann verður í hópnum á morgun og mun stíga út á völlinn. Þetta verður stór dagur fyrir okkur öll en sérstaklega fyrir Christian og fjölskyldu hans,“ sagði Frank á blaðamannafundi.
"@ChrisEriksen8 will be in the squad and he will get on the pitch tomorrow. It’s a big day for all of us but especially Christian and his family" 🙏
An early line from Thomas Frank's pre-Newcastle press conference#BrentfordFC #BRENEW pic.twitter.com/yQfR9cw7J0
— Brentford FC (@BrentfordFC) February 25, 2022