fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fókus

Þau kljást við drauga: „Þúsundir Íslendinga verða árlega fyrir aðkasti vegna atburða sem ekki eiga sér eðlilegar skýringar“

Fókus
Föstudaginn 18. febrúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þúsundir Íslendingar verða árlega fyrir aðkasti vegna atburða sem ekki eiga sér eðlilegar skýringar,“ segja þau Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir, paranormal rannsakendur sem hafa lengi hjálpað Íslendingum við að kljást við draugagang.

Þau Stefán og Katrín segia í viðtali við Fréttablaðið að draugagangur sé svo sannarlega raunveruleiki en flestir draugar séu meinlausir. Á því séu þó undantekningar og verstu draugarnir séu þeir sem ráðist á fólk og þeir sem hræði börn. „Verstu draugarnir eru þeir sem hrella börn og beita ofbeldi. Þá verðum við svolítið brjáluð og setjum fótinn niður. Fast. Við höfum þurft að taka á nokkrum svoleiðis málum hér heima. Svo eru það þessi neikvæðu og illu öfl: þeir sem aldrei voru lifandi og gengu um á jörðinni.“

Í mars hefur göngu sína sjónvarpsþátturinn Draugasögur í opinni dagskrá á Hringbraut. Þættirnir hefjast mánudagskvöldið 14. mars kl. 19.

„Þar heimsækjum við íslenska staði sem eru þekktir fyrir reimleika og deilum með áhorfendum sönnunum sem við höfum náð í rannsóknum okkar í gegnum árin, ásamt því að fá til okkar draugalega gesti,“ upplýsir Katrín, en þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta kíkt á fyrri rannsóknir og sönnunargögn þeirra Katrínar og Stefáns á áskriftarsíðu þeirra: patreon.com/draugasogur.

Stefán og Katrín reka hlaðvörpin Draugasögur Podcast og Sannar íslenska draugasögur. Er hægt að nálgast þau á öllum helstu hlaðvarpsveitum og skoða myndir með þáttunum á draugasogur.com og á Facebook og Instagram @Draugasogurpodcast. Eingöngu er fjallað um sönn mál er við koma draugagangi í þessum hlaðvarpsþáttum og svo verður einnig í þáttunum sem hefjast á Hringbraut í mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru stúlkurnar sem keppa í Ungfrú Ísland Teen

Þetta eru stúlkurnar sem keppa í Ungfrú Ísland Teen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar