Mitch Freeley blaðamaður í Katar segir að Heimir Hallgrímsson hafi mögulega áhuga á því að snúa aftur til landsins og þjálfa þar.
Heimir lét af störfum sem þjálfari Al-Arabi síðasta sumar og hefur síðan þá skoðað kosti sína.
Heimir hafnaði Mjallby í Svíþjóð fyrir áramót en samkvæmt heimildum 433.is hefur hann farið í viðræður við nokkur lið undanfarið.
Freeley segir að Heimir skoði nú að snúa aftur til Katar og nefnir að hann gæti verið góður kostur fyrir Al-Rayyan
Laurent Blanc fyrrum varnarmaður Manchester United var rekinn úr starfi hjá Al-Rayyan um helgina en þar leikur James Rodriguez fyrrum leikmaður Everton og Real Madrid. Félagið er því í þjálfaraleit og nafn Heimis er komið í umræðuna.
🇮🇸 🇮🇸 🇮🇸
Former Al Arabi boss Heimir Hallgrímsson is reportedly interested in a return to the QSL.
Former Iceland boss did a good job at Arabi and could be a good fit at Al Rayyan… just sayin’ 👀#VivaQSL pic.twitter.com/JKbezZxsIF
— Mitch Freeley (@mitchos) February 15, 2022