fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Stormasöm helgi hjá Kanye West – Kallaði Pete Davidson fávita og birti persónuleg skilaboð frá honum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 14. febrúar 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West, sem kallar sig núna „Ye“, hefur verið duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum um samband fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian, og grínistans Pete Davidson.

Hann hefur einnig verið iðinn við að eyða færslum jafnóðum og birta nýjar. Hann birti fjölda færslna um helgina um Pete, birti meðal annars skjáskot af skilaboðum sem hann fékk frá grínistanum og skrifaði með: „ÞÚ FÆRÐ ALDREI AÐ HITTA BÖRNIN MÍN.“

Skilaboðin frá Pete til Kanye. Skjáskot/Instagram

Hann kallaði Pete einnig fávita og gerði grín að Hillary Clinton húðflúri hans. Kanye hélt því einnig fram að fyrir nokkrum árum, þegar Pete var í sambandi með söngkonunni Ariönu Grande, að hann hefði sent rapparanum Mac Miller kynferðislegar myndir af sér og Ariönu til að binda endi á allar vonir sem Mac hafði um að endurnýja neistann með Ariönu, en þau voru saman í nokkur ár. Mac Miller lést í september 2018 og var Kanye harðlega gagnrýndur fyrir að blanda honum í málið og dreifa svona svæsinni kjaftasögu.

Kanye sparaði ekki stóru orðin.

Aðdáendur rapparans voru farnir að hafa áhyggjur af hegðun hans og margir héldu að einhver hefði „hakkað“ Instagram-síðu hans. Kanye kom því skýrt á framfæri að svo væri ekki og birti mynd af sér haldandi á blaði þar sem stóð: „Það er ekki búið að hakka sig inn á síðuna mína. 13. febrúar 2022.“

Þetta voru samtals þrettán færslur sem rapparinn birti á Instagram í gær en hann hefur eytt þeim öllum nema einni, þar sem hann birti myndir af Kim og börnunum og skrifaði með: „Guð viltu vinsamlegast sameina fjölskyldu okkar á ný.“

Færslurnar vöktu það mikla athygli að hann var að „trenda“ á Twitter, hann var meira að segja vinsælla umræðuefni en Super Bowl á sunnudaginn, sem telst ansi merkilegt í ljósi þess að um er að ræða stærsta sjónvarpsviðburð Bandaríkjanna.

Seinna sama dag fór hann með tvö elstu börn hans og Kim, North og Saint, á Ofurskálina. Þar var hann með svarta grímu fyrir öllu andlitinu og púuðu þúsundir manns á hann.

Dramað í lífi Kanye virðist engan endi ætla að taka því erlendir miðlar greina frá því að Kanye og Julia Fox séu hætt saman. Julia hefur eytt öllum færslum með Kanye af Instagram-síðu sinni og líkaði svo við færslu Kim á sunnudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025