fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Daði Freyr farinn í leyfi frá FH – Sakaður um áreitni og ósæmilega hegðun í garð ungra kvenna

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 12:33

Daði Freyr Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Freyr Arnarsson, markvörður knattspyrnuliðs FH, er farinn í leyfi frá félaginu í kjölfar ásakana í hans garð á samfélagsmiðlum. Nýleg færsla á Twitter þar sem greint er frá samskiptum Daða Freys við 16 ára stúlku hefur vakið gríðarlega  athygli og orðið til þess að fleiri sögur um framferði hans hafa sprottið upp. Í færslunni er því haldið fram að  Daði Freyr hafi sent eftirfarandi setningu á 16 ára stúlku. „Ert vitlaus“, „Þykjast eins og þú vilt ekki eldri stráka“ og „Ég bý einn, komdu“.

DV óskaði í byrjun vikunnar eftir viðbrögðum frá Knattspyrnudeild FH vegna málsins. Svör hafa ekki borist en nú rétt fyrir hádegi birti félagið yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að markvörðurinn hafi óskað eftir leyfi og ætli að vinna í sínum málum.

„Knattspyrnudeild FH er meðvituð um umræðuna sem hefur skapast um ósæmilega hegðun eins leikmanns félagsins og fordæmir hana. Leikmaðurinn hefur nú, að eigin ósk, beðið um tímabundið leyfi frá æfingum og keppni til að fá ráðrúm til að vinna í sínum málum. Félagið hefur orðið við þeirri beiðni og ætlar að styðja við leikmanninn í þeirri vinnu,“ segir í yfirlýsingunni.

Í skriflegu svari til DV segir Davíð Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, að félagið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

 

Twitter-færslan sem kom málinu af stað

Daði Freyr er 23 ára gamall markvörður sem hefur verið á mála hjá FH frá árinu 2016. Hann er með samning við félagið fram til ársins 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Í gær

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“