fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Alex og Davíð fóru í heita laug með alræmda glaumgosanum – „Hinar voru kannski bara svona auka kærustur“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 19:30

Til vinstri: Alex Michael Green - Fyrir miðju: Dan Bilzerian - Til hægri: Davíð Goði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinirnir og efnishöfundarnir (e. content creator) Alex Michael Green og Davíð Goði eru báðir miklir ævintýramenn en þeir halda saman uppi hlaðvarpinu Alex og Davíð þar sem þeir segja frá sínum ýmsu upplifunum.

Hlaðvarpið er einstakt að því leyti til að það er einungis á samfélagsmiðlinum TikTok. Í stað langra samtala birta þeir því styttri og áhugaverð myndbönd en nýlega birtu þeir myndband þar sem þeir ræða um það þegar þeir hittu alræmda glaumgosann, pókerspilarann og áhættufjárfestinn Dan Bilzerian.

„Eigum við að segja Dan Bilzerian söguna?“ segir Alex í upphafi myndbandsins. „Segjum Dan Bilzerian söguna,“ segir Davíð við því. „Ég held það sé kominn tími á það,“ segir Alex þá og byrjar í kjölfarið að segja söguna.

Alex og Davíð voru staddir í sumarbústað þegar Alex fékk símtal frá vini sínum seint um nótt. „Við vorum í bústað með nokkrum vinum og vinkonum, svo fæ ég símtal frá vini mínum,“ segir Alex en það var hringt í hann um klukkan 04:30 um nóttia.

„Alex, ég er með Dan Bilzerian og við erum að fara í heita laug,“ sagði vinurinn við Alex. „Þetta er náttúrlega eitt súrrealískasta símtal sem ég hef fengið lengi,“ segir Alex um símtalið.

Með kærustu og auka kærustur

Hann spurði vin sinn þá hvort vinir sínir mættu koma með og vinurinn svaraði játandi. Alex spurði Davíð þá hvort hann vildi ekki koma með. „Hey Davíð, viltu koma í „hot spring“ með Dan Bilzerian?“ sagði hann og Davíð svaraði því játandi.

„Við förum þangað og þar er bara Dan, við heilsum honum og förum í þetta „hot spring“,“ segir Alex og Davíð lýsir þá hvernig bílafloti Bilzerian tók yfir svæðið. „Það eru svona fjórir svartir SUV bílar þarna,“ segir hann og Alex tekur undir. „Já við þurfum að minnast á það, bara fjórir skriðdrekar af bílum, svartir.“

Davíð segir að með Bilzerian hafi verið tveir „vel stórir gaurar“ ásamt þremur stelpum. Alex segir að það hafi ekki komið á óvart þar sem hann er yfirleitt með stelpur sér við hlið á myndunum sem hann birtir á samfélagsmiðlunum sínum.

„Hann var með þrjár stelpur sem voru suddalega heitar og ein þeirra var „semi“ kærastan hans. En hinar voru kannski bara svona auka kærustur eins og eðlilegt er skilurðu?“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian)

Gerði grín að Bilzerian

Alex segir þá að eftir heitu laugina hafi þeir náð að spjalla við Bilzerian og að hann hafi skotið fast á hann. „Ég var eitthvað að gera grín að honum fyrir alla hlutina sem hann var að segja í hlaðvarpinu hjá Joe Rogan,“ segir hann.

„Sagði bara svona: „Bro, hvert ertu kominn í lífinu þegar þú ert byrjaður að reyna að sofa hjá stelpu án þess að tala við hana sem eitthvað sport, eitthvað djók, eitthvað „entertainment“. Það er svolítið hvernig ég er, ég er ánægður með það. Mjög margir gætu kannski verið svolítið „intimitated“ en ég er oft þannig bara að ég tala við alla eins.

Alex telur að Bilzerian hafi tekið vel í að hann hafi ekki talað við sig undir rós. „Ég var bara „calling him out on his crazy shit“ eins og að reyna að sofa hjá píu án þess að tala við hana sem er náttúrulega bara ógeðslega asnalegur hlutur til að gera,“ segir Alex.

„Það er örugglega skrýtið fyrir hann að fá svona „confrontation“ á sjálfan sig og þegar það gerist þá virðir hann þig örugglega meira fyrir að gera það.“

@alexogdavidHvernig við urðum vinir Dan Bilzerian♬ original sound – AlexogDavid

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“