Manchester United mun ekki tjá sig neitt efnislega um málefni Mason Greenwood á meðan lögreglan er með málið á borði sínu.
Greenwood fær ekki að mæta á æfingar vegna málsins en Ralf Rangnick var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag.
„Ég hugsa að þetta hafi verið umræðuefni í hópnum, við erum allir manneskjur,“ sagði Rangnick.
Er Greenwood grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð unnust sinnar. Greenwood var handtekinn á sunnudag. Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér.
Jesse Lingard fékk ekki að fara frá United í félagaskiptaglugganum vegna máls Greenwood.
„Fyrir þremur vikum vildi Jesse ekki fara en honum snérist svo hugur. Ég tjáði honum ef hann myndi finna félag og það myndi henta okkur þá mætti hann fara. Atburðir síðustu daga breyttu því,“ sagði Rangnick.
„Á mánudag lét stjórnin vita að hann færi ekki, við erum án leikmanns (Greenwood) sem hefur spilað mikið og við náðum ekki samkomulagi við neitt félag.“
Lingard hefur fengið frí til mánudags til að jafna sig en hann er sagður verulega svekktur með að vera áfram hjá United.
On the subject of which, #MUFC said they would not take any questions on Greenwood while police investigation going on.
Despite release on bail, he will not train/play until further notice.Rangnick: "Obviously I suppose it was a topic within the team. We're all human beings"
— Oliver Kay (@OliverKay) February 3, 2022