fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Rangnick segir leikmenn ræða málefni Greenwood – „Við erum allir manneskjur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 15:00

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mun ekki tjá sig neitt efnislega um málefni Mason Greenwood á meðan lögreglan er með málið á borði sínu.

Greenwood fær ekki að mæta á æfingar vegna málsins en Ralf Rangnick var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag.

„Ég hugsa að þetta hafi verið umræðuefni í hópnum, við erum allir manneskjur,“ sagði Rangnick.

Er Greenwood grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð unnust sinnar. Greenwood var handtekinn á sunnudag. Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér.

Jesse Lingard fékk ekki að fara frá United í félagaskiptaglugganum vegna máls Greenwood.

„Fyrir þremur vikum vildi Jesse ekki fara en honum snérist svo hugur. Ég tjáði honum ef hann myndi finna félag og það myndi henta okkur þá mætti hann fara. Atburðir síðustu daga breyttu því,“ sagði Rangnick.

„Á mánudag lét stjórnin vita að hann færi ekki, við erum án leikmanns (Greenwood) sem hefur spilað mikið og við náðum ekki samkomulagi við neitt félag.“

Lingard hefur fengið frí til mánudags til að jafna sig en hann er sagður verulega svekktur með að vera áfram hjá United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla