Everton hefur bæst við í kapphlaupið um Donny van de Beek, leikmann Manchester United. Fabrizio Romano greinir frá.
Van de Beek hefur verið meira og minna úti í kuldanum hjá Man Utd frá komu sinni til félagsins fyrir síðustu leiktíð. Áður lék hann með Ajax.
Það er því talið að leikmaðurinn fari á láni í þessum mánuði.
Crystal Palace hefur átt í viðræðum við van de Beek síðan á miðvikudag. Everton ætlar að slást við Palace um Hollendinginn.
Talið er líklegt að Frank Lampard sé að taka við Everton. Gæti hann lokkað van de Beek á Goodison Park.
Excl: while Crystal Palace are progressing in talks with United since Wednesday, Everton have now entered in the race to sign van de Beek. 🇳🇱 #EFC
Lampard’s set to sign and wants Everton to try for Donny. Crystal Palace will push again to get the deal done. Two clubs race now. pic.twitter.com/LiQfRZ2aM3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 29, 2022