fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

„Ég er 22 ára en lít út fyrir að vera 8 ára“

Fókus
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 22:00

Skjáskot/IMDB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shauna Rae er 22 ára og vill gera það sem margar ungar konur á hennar aldri vilja gera, eins og að mála sig og klæðast flottum fötum. En þegar hún er máluð meðal almennings fær hún augngotur og móðir hennar verður fyrir aðkasti.

Ástæðan er sú að Shauna glímir vil sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir það að verkum að hún lítur út fyrir að vera mun yngri en hún er.

Shauna kemur fram í nýjum þætti á TLC, I Am Shauna Rae. Hún ræðir um erfiðleikana sem hún glímir við og fordómana sem hún, og oft móðir hennar, verða fyrir.

@tlctv Shauna talks about the unfortunate realities of wearing makeup in public 😞 #IAmShaunaRae #TLC ♬ original sound – tlc

„Shauna elskar að klæða sig eins og hver önnur 22 ára ung kona. En þegar við förum eitthvert þá fær hún augngotur og ég fæ að heyra: „Hvernig geturðu leyft barninu þínu að klæða sig svona?“ Segir mamma hennar.

Shauna segist fá samviskubit yfir leiðinlegu og ljótu athugasemdunum sem móðir hennar fær. „Svo þarf mamma að útskýra fyrir þeim að ég sé nógu gömul til að taka eigin ákvarðanir en henni er ekki trúað og hún kölluð lygari, sem er ömurlegt. Mér líður hræðilega fyrir hönd mömmu því ég þarf ekki að díla við þetta.“

Það sem Shauna myndi helst vilja væri að fólk myndi tala við hana en ekki móður hennar.

@tlctv Shauna says she’s always been attracted to the ~edgier~ lifestyle #IAmShaunaRae #TLC ♬ original sound – tlc

Tilhugalífið

Shauna ræðir einnig um tilhugalíf sitt í þættinum og segir að það hefur hingað til ekki gengið sérlega vel. Hún segir að einu karlmennirnir sem hafa sýnt henni áhuga eru „ógeð, fávitar og aular.“

„Það er ógnvekjandi að leita að ástinni en þú verður að taka áhættu ef þú ætlar að finna hamingjuna,“ segir hún.

Móðir hennar er ekki jákvæð gagnvart karlmönnunum sem sýna Shaunu áhuga.

„Helstu áhyggjurnar sem ég hef er, ég vil ekki segja þetta, en maður hugsar: „Af hverju ertu að horfa á dóttur mína, hún lítur út fyrir að vera sjö ára.“ Ég veit að þegar þú talar við hana þá er hún þroskaðri en fyrir þig að horfa á barnið mitt og hugsa: „Hey, ég vil deita hana.“ Þá er ég alveg hmm.“

@tlctv Shauna’s mom expresses the concerns she has when it comes to Shauna’s love life. #IAmShaunaRae #TLC ♬ original sound – tlc

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“