fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Guðmundur opnaði sig um skuggahliðar atvinnumennskunnar – ,,Ég hef bara átt mjög erfitt með þetta allt saman“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 10:23

Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórarinsson, atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, var gestur Chess After Dark á dögunum þar sem að hann fór meðal annars yfir tíma sinn í knattspyrnu, utan vallar sem og lífið í tónlistinni. Guðmundur varð bandarískur meistari með New York City á síðasta tímabili en í þættinum opnaði hann sig um hliðar atvinnumennskunnar sem eru oftar en ekki duldar hinum almenna stuðningsmanni.

,,Það er margt í kringum atvinnumennskuna eða fótboltabransann sem mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt. Mér finnst gaman að mæta á æfingar og vera inn í klefa með strákunum en það eru tveir til þrír tímar á dag sem það stendur yfir og svo tekur restin við,“ sagði Guðmundur Þórarinsson í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

Guðmundur hefur gert garðinn frægan hér heima sem tónlistarmaður og segist alveg geta verið heiðarlegur um umhverfið í atvinnumennskunni. ,,Mér finnst bara skemmtilegra að vera í stúdíói og sjá lag verða til heldur en að vera atvinnumaður í fótbolta,“

,,Nú get ég bara talað fyrir sjálfan mig en mér finnst erfitt að eiga við þá hugsun að ég er búinn að verja tíu árum ævi minnar frá bestu vinum mínum, fjölskyldu minni og finnst bara erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Ég hef misst af afmælum, skírnum hjá börnum bestu vina minna, útskriftum, bara allur þessi pakki sem maður hefur misst af. Það er ekki létt,“ sagði Guðmundur.

Þó svo að margt jákvætt sé að finna í atvinnumennskunni þá á iðjan einnig sínar erfiðu hliðar, til að mynda hvað samkeppni um stöður varðar.

,,Svo eru þetta bara rosalega margir tímar í sólarhringnum sem maður er að hvíla sig eða hefur lítið að gera. Ég hef reynt að nýta þann tíma í að skrifa og semja tónlist. Maður er í svo lokuðu umhverfi vegna þess að þetta er svo mikil samkeppni, ef maður fer inn á almennan vinnumarkað þá er ekki einhver sem stendur á bak við þig og er að bíða eftir því að þú klúðrir einhverju til þess að taka stöðu þína eins og í fótboltanum.“

Guðmundur opnar sig um það í Chess After Dark að honum finnist þetta bara mjög erfitt og að hann gæti ekki ímyndað sér að vera foreldri sem ætti barn sem væri á leiðinni út í atvinnumennsku.

,,Ég get ekki ímyndað mér að vera foreldri í þeirri stöðu að barnið manns væri á leiðinni út í atvinnumennsku í fótbolta. Það er ábyggilega rosalega erfitt þegar einhver 17 ára strákur er að fara út, hann er bara einmana allan daginn, talar ekki alveg tungumálið þar sem hann er og nær kannski ekki alveg að eignast vini.“

Hann segir atvinnumennskuna of fegraða.

,,Það er auðvitað margt jákvætt við þetta og ég hef lært ótrúlega mikið á jákvæðum augnablikum inn á milli en þetta er samt rosalega einmanalegt á köflum og krefjandi. Ég hef bara átt mjög erfitt með þetta allt saman,“ sagði Guðmundur Þórarinsson í þættinum Chess After Dark en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“