fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ætla að bæta í öryggisgæslu á heimilum leikmanna eftir atvik vikunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar að bæta í öryggisgæslu við heimili leikmanna sinna á meðan leikir með liðinu standa yfir.

Þetta er gert í kjölfar þess að brotist var inn til Victor Lindelöf á meðan hann lék gegn Brentford fyrr í vikunni. Eiginkona hans og börn voru heima á meðan innbrotið átti sér stað. Neyddust þau til að fela sig á meðan þrjótarnir létu til skarar skríða.

Lindelöf er ekki með Man Utd gegn West Ham í leik sem nú stendur yfir. Hann vildi ekki skilja fjölskyldu sína aftur eftir heima svo skömmu eftir atvikið.

,,Við munum funda á hótelinu okkar þar sem við munum ræða við leikmenn um hvað við ættum að gera til að auka öryggi, komast að því hvað er nauðsynlegt að gera og hvar félagið getur hjálpað leikmönnum á þessu sviði,“ sagði Ralf Rangnick, stjóri Man Utd.

,,Þetta er eitthvað sem verður rætt á næstu vikum. Vonandi mun það gera heimili leikmanna öruggari.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi