fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Gerrard var undrandi og sjokkeraður þegar að Benitez fór til Everton – ,,Ég verð að vera hreinskilinn“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 14:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa og fyrrum lærisveinn Rafa Benitez hjá Liverpool, viðurkennir að það hafi komið sér á óvart þegar að tilkynnt var um ráðningu Everton á knattspyrnustjóranum Rafa Benitez í fyrra.

Benitez er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og stýrði liðinu meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Hann tók við erkifjendum Liverpool, Everton í fyrra við litla hrifningu stuðningsmanna Liverpool en hefur nú verið sagt upp störfum.

Rafa Benitez

,,Ég finn tel með honum núna vegna þess að við eigum gott samband og ég ber mikla virðingu fyrir honum en ég verð að vera hreinskilinn. Það kom mér mjög á óvart þegar að hann var ráðinn til Everton,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í dag en Aston Villa heimsækir Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

,,Ég var undrandi og sjokkeraður þegar að Rafa vildi fara og taka við Everton bara miðað við hans arfleifð og orðspor hjá Liverpool. Þetta gekk ekki upp hjá honum,“ sagði Gerrard.

Duncan Ferguson, aðstoðarmaður Rafa og goðsögn í sögu Everton var ráðinn inn sem bráðabirgðastjóri í vikunni og Gerrard segir sína menn þurfa að vera á tánum um helgina því að andrúmsloftið á Goodison Park verði rafmagnað.

,,Duncan hefur tekið við og það er alveg augljóst hvernig móttökur hann mun fá. Við þurfum að vera tilbúnir,“ sagði Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa á blaðamannafundi í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill